Allar fréttir
27. maí 2020
Opnað fyrir umsóknir um sértæka styrki vegna COVID-19
Stjórnendur sambandsaðila UMFÍ og fleiri sem aðild eiga að UMFÍ og ÍSÍ og deildir innan íþróttafélaga geta nú sótt sótt um sérstaka styrki vegna fjárhagslegs tjóns af völdum kórónaveirunnar og áhrifa samkomubanns á rekstur viðkomandi félags. Þetta er hluti af aðgerð ríkisstjórnarinnar.
27. maí 2020
Nemendur í Hamraskóla skemmta sér í Hreyfiviku UMFÍ
Nemendur í Hamraskóla í Reykjavík skemmtu sér konunglega í Hreyfiviku UMFÍ. Þar á bæ er nú lokahnykkurinn á hefðbundinni kennslu í skólanum. Brennibolta sem er áskorun vikunnar eru notaðir í sundleikjum nemenda.
26. maí 2020
Kynnir strandblak í mígandi rigningu
Guðmundur Hauksson og blakarar skemmtu sér konunglega í mígandi rigningu á strandblakvellinum í Bæjargarðinum í Garðabæ síðdegis í gær. Guðmundur hafði skellt þar í kynningu á strandblaki í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ og ætlar að standa fyrir henni alla virka dagana vikunnar á milli klukkan 17-18.
24. maí 2020
Nemendur Dalskóla spenntir fyrir brennó í Hreyfiviku UMFÍ
„Nemendurnir okkar eru mjög spenntir fyrir Hreyfiviku UMFÍ, sérstaklega fyrir brennibolaleiknum og fótboltamótinu,‟ segir Ólafur Snorri Rafnsson, íþróttakennari við Dalskóla í Grafarholti. Skólinn tekur af krafti þátt í Hreyfiviku UMFÍ sem hefst á morgun og stendur til 31. maí.
22. maí 2020
Ljúfmennin spila bandý í Digranesi
Margir þekkja bandý sem eina af skemmtilegustu greinunum í skólaleikfiminni í grunnskóla. Bandý lifir enn góðu lífi um allt land. Anna Lea Friðriksdóttir hefur spilað bandý í Kópavogi í nokkur ár. „Það er stórkostlegt að æfa bandý og allir þar eru svo góðir vinir,“ segir hún.
22. maí 2020
Fjöldatakmarkanir víkkaðar úr 50 manns í 200
Mánudaginn 25. maí verður allt að 200 manns heimilt að koma saman í stað 50 nú, heimilt verður að opna íþróttamannvirki og líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði og aðra staði. Í minnisblaði sóttvarnalæknis er lagt til að engar takmarkanir verði á íþróttastarfi.
19. maí 2020
ÍSÍ greiðir um 300 milljónir til íþrótta- og ungmennafélaga
ÍSÍ hefur greitt til íþrótta- og ungmennafélaga tæplega 300 milljónir króna af 450 milljóna króna framlagi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar vegna áhrifa af völdum Covid-19. Annars vegar er um að ræða almenna aðgerð og hins vegar sértæka aðgerð.
18. maí 2020
Nú styttist heldur betur í Hreyfiviku UMFÍ
Nú styttist heldur betur í stuðið, vorboðann ljúfa. Hreyfivika UMFÍ hefst 25. maí næstkomandi og stendur hún til 31. maí. Boðberar hreyfingar í Hreyfiviku UMFÍ eru byrjaðir að undirbúa allskonar viðburði og leiki um allt land og má því búast við gríðarlegu sprikli í vikunni.
14. maí 2020
Komdu í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Viltu vera í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna eða veistu um einhvern eða einhverja á aldrinum 13-18 ára sem ættu svo sannarlega að sitja þar? Nú er tækifærið því opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráðið.