Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

06. desember 2019

Nýtt Ungmennaráð UMFÍ tekið við

Nýtt Ungmennaráð UMFÍ kom saman í fyrsta sinn í þjónustumiðstöð UMFÍ í gærkvöldi. Ráðið er skipað tíu ungmennum á aldrinum 16 – 25 ára og koma þau víðs vegar af landinu. Hlutverk ráðsins er m.a. að fara með mál og verkefni í umboði stjórnar UMFÍ og vera ungmennafélagshreyfingunni til ráðgjafar.

05. desember 2019

Dagur sjálfboðaliða í dag

Til hamingju með daginn! Í dag er nefnilega Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Innan aðildarfélaga UMFÍ starfa hundruð sjálfboðaliða sem leggja á sig ómælda vinnu til hagsbóta fyrir samfélagið. UMFÍ fagnar degi sjálfboðaliðans og færir öllum sjálfboðaliðum þakklæti fyrir þeirra óeigingjarna starf.

04. desember 2019

Unglingalandsmótið er frábærasta forvörnin

„Þetta er einhver frábærasta forvörn sem fundin hefur verið upp“ segir Guðríður Aadnegard, formaður HSK, í samtali við Morgunblaðið um Unglingalandsmót UMFÍ. Á mótinu stendur til að hafa skógarhlaup fyrir alla fjölskylduna og taka rafíþróttir inn í það í meiri mæli en áður.

03. desember 2019

Kvittað upp á Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi 2020

Bæjarstjóri Árborgar og formenn UMFÍ og HSK skrifuðu í gærkvöldi undir samning um Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina 2020. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, segir mótið góða forvörn enda þar lögð áhersla á samveru fjölskyldunnar um verslunarmannahelgina.

02. desember 2019

Guðmundur fékk ask og klementínu

Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis, fékk í dag loksins afhentan askinn góða. Eins og kunnugt er var Guðmundur valinn matmaður sambandsþings UMFÍ á síðasta þingi að Laugarbakka í Miðfirði í október. Guðríður Aadnegard, formaður HSK, afhenti Guðmundi askinn.

29. nóvember 2019

Hjördís Gunnlaugsdóttir: Alltaf jafn mikið ævintýri að vera sjálfboðaliði

Án fjölda sjálfboðaliða væri nær ómögulegt að halda flesta stærri viðburði UMFÍ. Sjálfboðaliðar sinna fjölbreyttum verkefnum og ganga í öll verk, stór og smá, með bros á vör. Hjördís Gunnlaugsdóttir er einn þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða hér á landi sem vinnur á bakvið tjöldin.

20. nóvember 2019

Stórt skref fyrir þriðja geirann

„Þriðji geirinn hefur verið lítið rannsakaður. Þetta er fyrsta skrefið,“ segir Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla. Á morgun verður undirrituð viljayfirlýsing stjórnvalda, Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Háskóla Íslands um að ganga til samstarfs um eflingu samfélagslegrar nýsköpunar.

19. nóvember 2019

Sjálfstæðar stúlkur í París

Tuttugu íslenskar stúlkur sóttu ráðstefnu um valdeflingu í París fyrr á árinu. Helsti lærdómur ferðarinnar fólst í því að efla trúna á sjálfum sér, fylgja hjartanu og fá kraftinn til að fara eigin leiðir. UMFÍ styrkti ferðina.

18. nóvember 2019

Íþróttir styrkja vinatengsl

Hvað veldur því að börn vilja halda áfram í íþróttum? Þetta skoðaði Benjamín Freyr Oddsson í lokaverkefni sínu í meistaranámi í íþróttasálfræði. Það kom honum á óvart að börnum finnst gott að stunda íþróttir til að sleppa við truflandi áhrif af símum og raftækjum.