Fara á efnissvæði

Unglingalandsmót

Fréttir

Unglingalandsmót

04. febrúar 2025

Ert þú næsti verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ?

UMFÍ óskar eftir að ráða verkefnastjóra Unglingalandsmóts UMFÍ í tímabundið starf. Mótið verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Starfið felur í sér vinnu við undirbúning og framkvæmd mótsins með öflugum hópi fólks á Austurlandi. 

07. janúar 2025

Kvittað upp á Unglingalandsmót UMFÍ

Formenn UMFÍ, UÍA og sveitarstjóri Múlaþings skrifuðu undir samning um Unglingalandsmót UMFÍ sem verður haldið á Egilsstöðum um næstu verslunarmannahelgi.

19. ágúst 2024

Forseti Íslands áfram verndari UMFÍ

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur tekið að sér að vera verndari Ungmennafélags Íslands. Hreyfingin þakkar innilega þann góða heiður sem forseti sýnir samtökunum.

07. ágúst 2024

Dalamenn og Breiðfirðingar hlutu Fyrirmyndarbikar

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar tilkynnt var við slit Unglingalandsmóts UMFÍ að þátttakendur frá Ungmennasambandi Dalamanna og Norður - Breiðfirðinga (UDN) hafi hlotið Fyrirmyndarbikar UMFÍ.  

04. ágúst 2024

Er í alvörunni hægt að keppa í kökuskreytingum?

„Er hægt að keppa í kökuskreytingum? Í alvöru talað? Ég væri til í að sjá þetta!“ hrópaði útvarpsmaðurinn Ingi Þór Ingibergsson, þegar hann missti sig í viðtali við Eddu Jóhannesdóttur, 13 ára úr Seljahverfinu á Næturvaktinni á Rás 2 í gærkvöldi.

03. ágúst 2024

Hefur stýrt mótum UMFÍ í 20 ár

Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, hefur stýrt mótum UMFÍ í 20 ár. Formaður UMFÍ veitti honum þakklætisvott á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi. Hann sagði mótið framúrskarandi og samvinnuna góða.

03. ágúst 2024

Forseti Íslands: Þurfum að þora að mæta á völlinn

„Ekki hugsa um sigurinn einan og sér. Það er ferðalagið, að taka þátt og hafa gaman og njóta leiksins sem skiptir máli,” sagði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, í ávarpi sem hún flutti við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ í gærkvöldi.

02. ágúst 2024

Halla forseti kemur á setningu Unglingalandsmóts

Halla Tómasdóttir, nýr forseti Íslands, mun heimsækja Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi í kvöld. Hún sór embættiseið í gær. Halla heiðrar mótið á setningu þess, sem hefst klukkan 20:00 í kvöld.

02. ágúst 2024

Búið að merkja keppnisbraut í hjólreiðum