Öllum flokkum

29. júlí 2018
Íbúafjöldi Þorlákshafnar margfaldast um verslunarmannahelgina
Heljarinnar fjör verður í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram. Þátttakendur eru á annað þúsund á mótum UMFÍ og má búast við að mannfjöldi í bænum verði frá því að vera fjórfalt meiri en venjulegt er og jafnvel meira.

27. júlí 2018
Búið að stækka tjaldsvæðið í Þorlákshöfn mikið
Allt er á fullum gangi við undirbúning Unglingalandsmóts UMFÍ í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ, og Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Ölfuss, skoðuðu meðal annars tjaldsvæðið í Þorlákshöfn í gær.

26. júlí 2018
Get ég skráð marga á Unglingalandsmót UMFÍ í einu?
Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn er nú í fullum gangi og er hægt að skrá þátttakendur til 30. júlí næstkomandi. Búast má við gífurlegum fjölda á mótið. Nokkrar spurningar hafa vaknað hjá þeim sem eru ýmist að skrá börn sín eða sjálfa sig á á Unglingalandsmótið. Hér eru svör við þeim.

25. júlí 2018
Between Mountains, Herra Hnetusmjör og Kóp Bois á Unglingalandsmóti UMFÍ
Eins og á öllum mótunum í gegnum tíðina munu landsþekktir tónlistarmenn stíga á stokk og skemmta þátttakendum á kvöldin. Á mótinu koma fram Herra Hnetusmjör og Kóp Bois, Between Mountains, Emmsjé Gauti, Young Karin, Jói Pé og Króli, Flóni og Jón Jónsson og DJ Dóra Júlía og fleiri.

25. júlí 2018
Ásrós í Between Mountains spennt að spila í Þorlákshöfn
„Þetta verður fjölbreytt hjá okkur, róleg lög í bland við fjörug. Við eigum örugglega eftir að hafa mjög gaman af því að spila fyrir okkar aldurshóp,“ segir Ásrós Helga Guðmundsdóttir, annar meðlimur hljómsveitarinnar Between Mountains sem spilar á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn.

24. júlí 2018
Einar og Helgi ætla að keppa í mörgum greinum
„Við höfum farið á Unglingalandsmót UMFÍ í fimm ár og höfum alltaf verið þar með vinum okkar. Þar er gaman og stemning á tjaldstæðinu og kvöldvökunum,“ segir Helgi Hrannar Briem sem hefur skráð sig í fjölda greina með tvíburabróður sínum Einari Andra. Þeir verða báðir fimmtán ára síðar á árinu.

23. júlí 2018
Foreldrarnir til fyrirmyndar á Unglingalandsmótum UMFÍ
Foreldrar þátttakenda á Unglingalandsmótinu hafa verið virkir í gegnum tíðina og margir tilbúnir til að leggja hönd á plóg. Margir foreldrar ganga meira að segja í þau störf sem þarf að sinna. Það gerðu þeir Ívar Ingimarsson og Guðgeir Sigurjónsson á Egilstöðum í fyrra.

20. júlí 2018
Hafa mætt á Unglingalandsmót UMFÍ 12 ár í röð
Hjónin Falur Harðarson og Margrét Sturlaugsdóttir eiga tólf ára dóttur sem hefur mætt á hvert einasta Unglingalandsmót UMFÍ frá fyrsta ári. Hún stefnir á að bæta því þrettánda við um verslunarmannahelgina í Þorlákshöfn.

19. júlí 2018
Kökuskreytingar og fleiri spennandi greinar á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn
„Það er meiri fjölbreytni á Unglingalandsmótinu nú í Þorlákshöfn en nokkru sinni. Það veitir öllum þátttakendum tækifæri til að prófa fullt af spennandi greinum. Á meðal nýjunga eru greinar sem gera allri fjölskyldunni kleift að keppa saman,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins.