Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

12. ágúst 2022

Of góð aðsókn í Drulluhlaup Krónunnar

Aðsókn í Drulluhlaup Krónunnar er svo gríðarlega góð að ákveðið hefur verið að loka fyrir skráningu í hlaupið. Allir þátttakendur fá úthlutaða rástíma í hlaupið síðar í dag.

12. ágúst 2022

UMFÍ tekur við rekstri Skólabúðanna að Reykjum

„Þetta er ánægjulegur dagur. Við erum spennt fyrir samstarfinu,‟ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, fráfarandi sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hún og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, skrifuðu í dag undir samning um rekstur Skólabúðanna að Reykjum.

11. ágúst 2022

Drullugasta hlaup landsins haldið í fyrsta sinn

„Við hlökkum til að hlaupa af stað inn í skemmtilegasta og drullugasta viðburð ársins og vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Krónunni, sem er bakhjarl Drulluhlaups Krónunnar.

11. ágúst 2022

Ertu hress leiðbeinandi eða kryddleginn hjálparkokkur í eldhúsi?

UMFÍ er að taka við rekstri Skólabúða á Reykjum í Hrútafirði frá hausti 2022. Við erum búin að manna í stöður en viljum gera aðeins betur og leitum eftirfarandi starfsmanna í full störf. Okkur vantar leiðbeinanda og aðstoð við matráð í eldhúsinu. Ertu memm?

09. ágúst 2022

Tímamót í íþróttahreyfingunni

Þau tímamót urðu nýlega í íþróttahreyfingunni þegar þeir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, og Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, skrifuðu undir samning um leigu á húsnæði fyrir þjónustumiðstöð UMFÍ. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Stefnt er að því að UMFÍ flytji í Íþróttamiðstöðina í haust.

08. ágúst 2022

Brynja vann í gönguleik UMFÍ

Brynja Gísladóttir bar sigur úr býtum í gönguleik sem UMFÍ, Visir.is og Optical Studio kynntu til leiks í júlí. Leikurinn gekk út á að þátttakendur tóku myndir af einhverri af gönguleiðunum úr Göngubók UMFÍ og deildu þeim á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gönguumísland.

08. ágúst 2022

Ókeypis í sund eftir Drulluhlaupið

Hafið þið áhyggjur af því að þurfa að setjast skítug inn í Skódann eftir Drulluhlaup Krónunnar og maka aur og ódói upp allan stigaganginn í blokkinni á leið inná bað? Engar áhyggjur. Við erum auðvitað búin að hugsa fyrir öllu þessu. Þátttakendur fá ókeypis í sund í Varmárlaug.

05. ágúst 2022

Drulluskemmtilegt hlaup í vændum

„Þetta verður drulluskemmtilegt hlaup og líklega eini viðburðurinn þar sem veðrið skiptir engu máli. Það er flott ef sólin skín. En ef það rignir og kannski rok þá verður meiri drulla og það er frábært,“ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK).

03. ágúst 2022

Skítugasta hlaup ársins í Mosfellsbæ

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir Drullu- og hindrunarhlaup Krónunnar sem verður haldið í Mosfellsbæ laugardaginn 13. ágúst. Hlaupið verður eftir 3,5 kílómetra braut með 21 hindrun, skurðum, hliðum, hólum og hæðum. Í brautinni verður meðal annars rennibraut sem gerð er úr íþróttahúsi Hamars.