Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

02. ágúst 2022

Hvernig var upplifun þín á Unglingalandsmóti UMFÍ?

Nú er stórskemmtilegt Unglingalandsmót UMFÍ að baki. En hvernig fannst þér? Okkur langar til að vita hvernig þú upplifðir mótið, hvað var gott, hvernig var og hvað má gera betur. Nú hefur þú og þínir tækifæri til að hjálpa til við að gera Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki enn betra.

02. ágúst 2022

Hvar er kötturinn Kíkí?

Læðan Kíkí býr í nágrenni við tjaldsvæði Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi. Nú ber svo undir að hún hefur ekki skilað sér heim síðan á sunnudagskvöld. Eigandi Kíkíar segir það mjög óvenjulegt og sendi því skeyti til UMFÍ í von um að einhver mótsgesta hafi séð til ferða kattarins.

01. ágúst 2022

Þáttttakendur frá Vestur-Skaftafellssýslu hlutu Fyrirmyndarbikarinn

Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) hlaut Fyrirmyndarbikarinnar eftirsótta við slit Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fór á Selfossi um verslunarmannahelgina. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá félögum USVS þegar Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, tilkynnti hver hlyti bikarinn.

31. júlí 2022

Of mikil spenna á tjaldsvæðinu

Líf og fjör er á Unglingalandsmóti UMFÍ og æðisleg stemning á tjaldstæðinu. Borið hefur á að gestir mótsins hlaði bíla sína í rafmagnstenglum á tjaldsvæðinu. Slíkt er ekki æskilegt enda myndast við það mikil spenna á rafkerfinu.

31. júlí 2022

Kökuskreytingar fara fram í dag

Tímasetningar eru tilbúnar fyrir kökuskreytingar sem fram fer í dag.

31. júlí 2022

Eldgos hafið á Selfossi

Keppni í kökuskreytingum er hafin á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi. Hvorki fleiri né færri en 246 ungmenni á aldrinum 11-18 ára taka þátt í keppninni. Ljóst er að um gríðarlega sprengingu er að ræða því aldrei hafa fleiri keppendur tekið þátt í kökuskreytingum.

31. júlí 2022

Tónleikar í kvöld og mótsslit

Unglingalandsmót UMFÍ hefur gengið afar vel um helgina og allt gengið snurðulaust fyrir sig. Gleðin hefur verið í fyrirrúmi og um 1.000 mótsgestir á aldrinum 11-18 ára skemmt sér í keppni í rúmlega tuttugu greinum ásamt foreldrum sínum. Mótinu verður slitið eftir tónleikana í kvöld.

30. júlí 2022

Allskonar tímasetningar í einstaklingsgreinum

Nokkrar einstaklingsgreinar eru á dagskrá eins og í borðtennis, rafíþróttir, hestaíþróttir, sund, stafsetning, bogfimi, biathlon og frisbígolf. Við vekjum athygli á að tímasetningar í dagskrá gilda nema annað sé tekið fram.

30. júlí 2022

Strandblak verður í allan dag - strandhandbolti á morgun

Breyting er á áður auglýstri dagskrá. Vegna gríðarlegrar góðrar skráningar í strandblak verður keppni í greininni í allan dag. Áður hafði verið auglýst að hún yrði aðeins til klukkan 18:00. Keppni í strandhandbolta verður því allan morgundaginn.