Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

08. maí 2023

Fjallað ítarlega um starf sjálfboðaliða í nýjasta tölublaði Skinfaxa

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, var að koma úr prentsmiðjunni og er á leiðinni til áskrifenda. Blaðið er stútfullt af brakandi fersku efni úr ungmennafélagshreyfingunni. Í þessu nýja blaði er kastljósinu beint að sjálfboðaliðum í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni.

05. maí 2023

Jóhann Steinar: Íþróttahreyfingin þarf að breytast í takt við tíðaranda

„Okkur er kennt í sögubókum að þau sem standa eftir með lokuð augu sjá ekki sólina rísa og verða að steinum eins og tröllin í þjóðsögunum. Við megum ekki verða steinrunnin. Þvert á móti þurfum við að breytast í takt við tíðarandann,“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

03. maí 2023

Íþróttir eiga að vera fyrir alla

„Það er allt á fullu í því að brjóta niður múra og hefur aldrei verið betra tækifæri til að hjóla í þetta af fullum krafti,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún var með erindi á málþinginu Eru íþróttir fyrir alla? sem ÖBÍ réttindasamtök stóðu fyrir í síðustu viku.

26. apríl 2023

Stjórn HSK heimsækir íþróttamiðstöðina í Laugardal

Stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) heimsótti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) í íþróttamiðstöðina í Laugardal í gær.

25. apríl 2023

Eru íþróttir fyrir alla?

ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir málþinginu Eru íþróttir fyrir alla? Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, mun flytja erindið Með ungmennafélagsandann að leiðarljósi, og Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóri Allir með, flytur erindi sem heitir Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið.

25. apríl 2023

Starfsmerkið kom Marion mjög á óvart

„Ég var ekkert smá ánægð, þetta kom mér svo á óvart,“ segir Marion Gisela Worthmann, fyrrverandi formaður Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF). Hún heiðruð með starfsmerki UMFÍ á ársþingi sambandsins sem fram fór á Tálknafirði í síðustu viku. Þar tók Birna Hannesdóttir við sem formaður af Marion.

25. apríl 2023

Aðeins 4% barna með fötlun stunda íþróttir

Þrjú þúsund börn undir 17 ára aldri eru með fatlanir á Íslandi. En aðeins rúmlega 150 þeirra, um 4% hópsins, stundar íþróttir hjá félagi. Valdimar Smári Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra stóð í gær fyrir vinnufundi með forsvarsfólki Kópavogsbæjar og íþróttafélaga og fleirum.

21. apríl 2023

Norðmenn fræðast um íþróttafélög og frístundastyrki

Tæpur 30 manna hópur Norðmanna sem öll vinna við íþróttir í ólíkum sveitarfélögum Rogaland fylkis heimsótti Ísland í vikunni til að fræðast um íþróttastarfið á Íslandi, um frístundastyrki, skipulag og fjármögnun íþróttafélaga , tengsl skóla og frístundastarfs og margt fleira.

17. apríl 2023

Ungmennaráð UMFÍ fundaði með Lilju

Fulltrúar Ungmennaráðs UMFÍ funduðu með Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, í húsakynnum Alþingis í síðustu viku. Fundarefnið var fyrirspurn Lilju til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um störf ungmennaráða.